Leikjavalið í janúar

Í hverjum mánuði bætist fjöldi leikja við á Play. Við í ritstjórn Play ætlum að deila nýju uppáhaldsleikjunum okkar til að hjálpa þér að velja. Leikir í kastljósinu hafa heillað okkur upp úr skónum með stórkostlegu myndefni, notendavænni spilun eða annarri snilld. Við erum þess fullviss að þú fellur fyrir leikjum mánaðarins.
Í kastljósinu í janúar
The Abandoned Planet
Snapbreak
Innkaup í forriti
4,0
3,63 þ. umsagnir
500 þ.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 3
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Skjámynd
Að ferðast í gegnum geiminn er ekki alveg frábært þegar þú sogast inn í ormagöng, þér er hent út á yfirgefinni plánetu og þú ert skilin(n) þar eftir til að bjarga þér upp á eigin spýtur. Sem betur fer er hyggjuvitið með í för til að reiða sig á og áreiðanleg leiðarbók: verkfæri sem þú þarft á að halda til að rata aftur heim í þessum tvívíða ævintýraleik með bendi- og smelliskipunum.
Yfirgefna plánetan heillar með sínum eitursnjöllu ráðgátum, miklu úrvali af staðsetningum og vandaðri talsetningu. Enn merkilegra er að þessi töfrandi pixlagimsteinn var búinn til af einum forritara og það er augljóst hversu mikil vinna og alúð hefur verið lögð í hönnunina. Yfirgefna plánetan er sannkölluð ástarjátning til ráðgátna af gamla skólanum og leikurinn á eftir að halda þér á tánum með súrrealískum söguþræði.
Hvort sem þeir reyndu á, veittu okkur gleði, ró eða hræddu úr okkur líftóruna þá eru þetta leikirnir sem standa upp úr þennan mánuðinn.
Fyrir þau sem vilja eitthvað óhefðbundnara bendum við á safn bestu indíleikjanna þar sem skoða má bestu nýju indíleiki mánaðarins á Play.
Kannaðu nýjustu viðbæturnar við Play Pass – fáðu ótakmarkaðan aðgang að hundruðum úrvalsleikja sem allir eru lausir við innkaup í forriti eða auglýsingar.
Veltirðu fyrir þér hvaða leiki þú getur hlakkað til að spila næstu mánuðina? Skoðaðu forskráningarsafnið okkar og skráðu þig til að fá sérstök fríðindi og bónusa.